Fyrirlestur með

 

Douglas Murray

 

 

Fyrirlestur í Hörpunni með Douglas Murray í tilefni af útkomu bókar hans The Strange Death of Europe á íslensku. Dagsetning: Fimmtudaginn 23. maí næstkomandi, kl. 20–22. Salur: Kaldalón, Hörpunni. Verð: 5.000 kr.

Enski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Douglas Murray ræðir um efni metsölubókar sinnar The Strange Death of Europe: Immigration, Identity, Islam eða Dauði Evrópu sem kom nýlega út á íslensku.

Fyrirlestri lýkur með spurningum frá áhorfendum og svörum Murray. Hverjum miða fylgir réttur til að kaupa íslensku útgáfuna af bókinni með 50% afslætti eða á 2.000 kr.

Fjöldi miða er takmarkaður og því eru þeir hvattir sem ekki vilja missa af þessum einstaka atburði að tryggja sér miða strax.

The strange death of Europe

Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam

 

Dauði Evrópu er áhrifamikil lýsing á siðmenningu sem á undir högg að sækja vegna fjöldainnflutnings fólks frá ólíkum menningarsvæðum. Pólitískur rétttrúnaður og djúpstæð sektarkennd Vesturlandabúa hefur gert þá ófæra um að spyrna við fótum og horfast í augu við staðreyndir. Höfundur ferðaðist um Evrópulönd til að kynnast brestunum í vestrænni siðmenningu og hlýða á raddir þeirra sem hafa komið frá fjarlægum löndum og sest að í Evrópu.

Afraksturinn er þessi magnaða bók sem hefur farið sigurför um heiminn og kemur nú út í íslenskri þýðingu Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi alþingismanns.

Breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Douglas Murray nam enskar bókmenntir við Oxford-háskóla. Hann er ritstjórnarfulltrúi við vikublaðið The Spectator og dálkahöfundur í blöðum á borð við Wall Street Journal og Sunday Times. Þá er hann eftirsóttur fyrirlesari og stjórnmálaskýrandi.

„Þetta er mjög mikilvæg bók. Allir sem geta haft áhrif á þróun mála á þessum viðsjárverðu tímum í sögu Evrópu ættu að kynna sér efni hennar.“

– Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Sir Roger Scruton

 

„Kraftmikil og hrífandi … Murray tekst sérstaklega vel upp þegar hann hæðist að hinni sefasjúku sektarkennd vinstri elítunnar á Vesturlöndum … Jafnvel þeir sem eru honum innilega ósammála munu ekki iðrast þess að lesa bókina.“

– The Literary Review

 

„Hugsanlega ein mikilvægasta bók okkar tíma … Vinstri sinnar á Vesturlöndum munu eflaust reyna að sneiða hjá henni, en þeir ættu ekki að gera það. Þær spurningar sem Murray vekur máls á eru of mikilvægar til að hægt sé að hunsa þær lengur.“

– New York Journal of Book

Brot af sjónarmiðum Dogulas Murray klippt úr lengri þáttum

Innflytjendur. Sjálfsmynd. Íslam

Douglas Murray er meðal eftirsóttustu fyrirlesurum heims um íslam, fjölmenningu og innflytjendamál. Íslendingum er sérstaklega hollt að hlusta á hann á þeim tímamótum þegar við getum enn komist hjá því að fara þá óheillabraut sem margar nágrannaþjóðir okkar hafa gengið.

Myndskeið

Douglas Murray ræðir við Jordan Peterson

Douglas Murray og Jordan Peterson fara vítt yfir sviðið í þessum athyglisverðu umræðum um greindarpróf, stjórnmál og vinstristefnu.

The Strange Death of Europe

Douglas Murray

Douglas Murray, höfundur bókarinnar, Dauði Evrópu verður með fyrirlestur í Hörpu í Kaldalóni um bókina og bakgrunn hennar nk. fimmtudag, 23. maí kl 20. Fjöldi miða er takmarkaður og því eru þeir hvattir sem ekki vilja missa af þessum einstaka atburði að tryggja sér miða strax.

Fyrirlestur í Kaldalóni í Hörpu

Douglas Murray

Fimmtudagur, 23. maí, kl. 20

Share This